Leikjanámskeið fyrir útskriftarhópa leikskólanna

5.8.2014

Frá 7. – 21. ágúst er boðið uppá leikjanámskeið fyrir útskriftarhópa leikskólanna í Álfahrauni og Hraunkoti.

Á námskeiðinu verður mikil áhersla lögð á útiveru og hreyfingu, og er sérstaklega lagt upp með að kenna gömlu góðu leikina. Á hverju námskeiði fá börnin tækifæri til að kynnast nýja skólanum sínum og umhverfi hans með það að leiðarljósi að auka öryggi þeirra og vellíðan við upphaf skólagöngu.

Námskeiðin eru frá kl. 8:00 – 17:00 en einnig er í boði að vera hálfan daginn (8-12 eða 13-17). Hefðbundinni dagskrá lýkur kl. 16:00 en til kl. 17:00 er róleg innivera, frjáls leikur o.fl. Börnin þurfa ávallt að koma með nesti fyrir hádegið sem og fyrir morgun- og síðdegishressingu. Mikilvægt er að börnin séu alla daga klædd eftir veðri.

Frístundaheimilið er lokað á skólasetningu föstudaginn 22. ágúst en vetrarstarfið hefst að loknum fyrsta skóladegi 25. ágúst. Skráning í frístundaheimilið fer í gegnum “Mínar síður” á www.hafnarfjordur.is. Staðfesting verður send á foreldra þegar barnið getur hafið dvöl á frístundaheimilinu.

Símanúmer námskeiðsins er: 664-5784

Dagskrá 6 ára leikjanámskeiðs í Hraunkoti
Dagskrá 6 ára leikjanámskeiðs í Álfahrauni


Frístundaheimilið Álfahraun | Breiðvangi 42, 220 Hafnarfjörður | Sími 555-4434 | Netfang alfahraun@hafnarfjordur.is
Félagsmiðstöðin Hraunið | Hrauntungu 7, 220 Hafnarfjörður | Sími 595-5819 | Netfang hraunid@hafnarfjordur.is
Frístundaheimilið Hraunkot | Hrauntungu 7, 220 Hafnarfjörður | Sími 595-5828 | Netfang hraunkot@hafnarfjordur.is